Butland úr leik næstu sex vikurnar

Jack Butland.
Jack Butland. AFP

Jack Butland, markvörður Stoke City og enska landsliðsins, verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna fingurbrotsins sem hann varð fyrir á æfingu enska landsliðsins í gær eins og fram kom á mbl.is fyrr í morgun.

Þetta eru vond tíðindi fyrir Stoke City, sem hefur ekki gengið vel á tímabilinu, en lærisveinar Mark Hughes eru í 14. sæti deildarinnar. Góðu tíðindin eru hins vegar þau að Butland þarf ekki að gangast undir aðgerð en verður varla klár í slaginn fyrr en um jólaleytið.

Butland átti að verja mark enska landsliðsins í vináttuleiknum gegn Þjóðverjum í kvöld.

mbl.is