Lífið leikur við Rooney þessa dagana

Rooney hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Everton.
Rooney hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Everton. AFP

Knattspyrnukappinn Wayne Rooney sást með giftingarhringinn þar sem hann heimsótti barnaspítala í Liverpool í vikunni. Rooney hefur gengið allt í haginn innan vallar síðustu vikur og nú virðist einnig vera að rofa til utan vallar.

Rooney kom án eiginkonu sinnar, Coleen Rooney, á spítalann en hún mun fæða fjórða barn þeirra hjóna á næstu vikum. Hjónin staðfestu í lok nóvember að þau muni endurnýja heitin næsta sumar.

Wayne Rooney var tekinn fyrir ölvunarakstur í september en með honum í bílnum var ung kona. Á tímabili leit allt út fyrir að Coleen myndi yfirgefa Wayne en hún hætti að ganga með giftingarhringinn eftir atvikið þar sem hún var óviss um framtíðina.

„Mér fannst ekki rétt að vera með hringinn,“ skrifaði Coleen á Facebook-síðu sína fyrir skömmu. „Ekki vorkenna mér. Ég er ekki heimsk en einhverjum finnst það eflaust fyrst ég geng ekki burt en ég vil vinna áfram í þessu.“

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla