Man. City nær sögulegum áfanga

Manchester City hefur verið í sérflokki á tímabilinu.
Manchester City hefur verið í sérflokki á tímabilinu. AFP

Manchester City, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, náði í dag sögulegum áfanga sem tengist einmitt toppsætinu í deildinni.

City hefur nú verið alls 500 daga í efsta sæti deildarinnar og er ekki nema fjórða liðið sem afrekar slíkt í sögu deildarinnar. Grannarnir í Manchester United hafa verið lengst á toppnum eða í 2.334 daga, næst kemur Chelsea í 1.510 daga og í þriðja sæti er Arsenal sem hefur verið í 981 dag í toppsætinu.

Manchester City er með 62 stig í efsta sætinu með 12 stiga forskot á United þegar 23 leikir eru að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert