Lennon tók gamla númer Jóhanns Bergs

Aaron Lennon í treyju Burnley.
Aaron Lennon í treyju Burnley. Ljósmynd/Burnley

Enski kant­maður­inn Aaron Lennon er orðinn samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley. Hann kemur þangað frá Everton þar sem hann lék með Gylfa Þór Sigurðssyni.

Lennon er þrítugur að aldri og á að baki 21 landsleik fyrir England, en hann kom til Evert­on frá Totten­ham árið 2015 og skoraði sjö mörk í 63 leikj­um. Eftir komu Theo Walcott ákvað Everton að leyfa honum að fara, en kaupverðið er ekki gefið upp.

Hjá Burnley mun Lennon leika í treyju númer 25, sem er einmitt númerið sem Jóhann Berg bar á bakinu á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu í fyrra. Í sumar skipti Jóhann Berg um númer og leikur nú í treyju númer 17.

„Burnley var það félag sem ég vildi fara til og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir liðið. Félagið er á hraðri leið fram á við og ég vona að ég geti tekið þátt í því ferli,“ sagði Lennon við undirskriftina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert