Jóhann og Gylfi á meðal þeirra bestu

Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar.
Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar. AFP

Knattspyrnumennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru báðir á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar síðustu vikur, ef marka má tölfræðireikning Sky Sports.

Gylfi er í 29. sæti listans yfir bestu leikmennina og Jóhann í 36. sæti, en reiknaðir eru hinir ýmsu þættir fótboltans, eins og mörk, stoðsendingar, einvígi, sendingar o.fl og á listinn við um síðustu fimm umferðir. Gylfi er með 5.975 stig og Jóhann Berg með 5.577 stig og er efsti liðsmaður Burnley á listanum. 

Sergio Agüero, framherji Manchester City, er efstur á listanum með 16.389 stig. Eden Hazard hjá Chelsea er í 2. sæti með 13.997 stig, Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City í 3. sæti með 9.893 stig, Mohamed Salah í 4. sæti með 9.715 stig og liðsfélagi hans hjá Liverpool, Roberto Firmino, í 5. sæti með 8.246 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert