Sigurganga Birkis og félaga á enda

Sigurganga Birkis og félaga er á enda.
Sigurganga Birkis og félaga er á enda. Ljósmynd/avfc.co.uk

Sigurgöngu Aston Villa í ensku B-deildinni í knattspyrnu er lokið en liðið laut í lægra haldi fyrir Fulham á Craven Cottage í dag, 2:0. Birkir Bjarnason og félagar í Villa voru búnir að vinna síðustu sjö leiki sína þar til í dag og höfðu þar að auki ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum útileikjum sínum.

Birkir kom inn af varamannabekknum í 2:0 sigri á nágrönnunum í Birmingham í síðasta leik en hann endurheimti byrjunarliðssæti sitt í dag og spilaði allan leikinn.

Ryan Sessegnon og Floyd Eyité sáu þó til þess að Fulham tók stigin þrjú í dag og missti þar með Aston Villa annað sæti deildarinnar en Fulham er í því fimmta, aðeins fjórum stigum frá andstæðingum dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert