Ferðaðist níu tíma á dag

Salah vill vera fyrirmynd fyrir ungt fólk í Egyptalandi.
Salah vill vera fyrirmynd fyrir ungt fólk í Egyptalandi. AFP

Mohamed Salah, sóknarmanni enska knattspyrnuliðsins Liverpool, dreymir um að vinna ensku úrvalsdeildina og vill gera „eitthvað sérstakt“ í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. Ítarleg umfjöllun er um Egyptann á vef BBC í dag.

Með sigri á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag kæmist Liverpool upp í 2. sætið, upp fyrir Manchester United. Liðið er einnig komið langleiðina í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 5:0 sigur á Porto í 16 liða úrslitunum.

Salah hefur skorað 22 mörk fyrir Liverpool í deildinni og 30 mörk í öllum keppnum.

„Ég kom hingað til að vinna titla,“ sagði Salah við BBC sem gekk í raðir Liverpool frá Roma fyrir tímabilið en áður lék hann með Chelsea.

„Ég get sagt það við stuðningsmennina að við gefum 100% í það að reyna að vinna eitthvað með þessu félagi. Það er langt síðan að þetta félag vann deildina. Það er draumur minn að vinna ensku úvalsdeildina – en ég vil gera það með þessu félagi,“ sagði Salah.

Salah ræddi tíma sinn í Egyptalandi, heimalandi sínu, og rifjaði upp 9 tíma ferðalög sín á hverjum degi frá heimabænum Nagrig til þess að æfa og spila með Arab Contractors frá Kaíró er hann var 15 ára gamall.

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP

„Ég fórnaði miklu fyrir fótboltann,“ sagði Salah. „Ég ferðaðist níu tíma á dag,“ sagði Salah.

„Ég vil að egypska þjóðin fylgi í mín fótspor og bæti sig. Við erum risastórt land. Eigum mörg börn. Ég vil að allir eigi sér drauma og finni það að þeir geti gert eitthvað,“ sagði Salah.

mbl.is