Carragher slapp en pabbinn ekki

Gary Neville og Jamie Carragher.
Gary Neville og Jamie Carragher. Ljósmynd/Skysports.com

Jamie Carragher mun ekki vera kærður eftir að hann hrækti inn um bíl­rúðu í and­lit 14 ára gam­all­ar stúlku eft­ir leik Manchester United og Li­verpool í ensku úr­vals­deild­inni um helgina.

Atvikið náðist á myndband og hefur farið sem eldur í sinu um netmiðla, sem varð til þess að Carragher var settur af út tímabilið sem sparkspekingur hjá Sky Sports. Lögregla hóf rannsókn á málinu en ætlar ekki að gefa út ákæru þar sem engin formleg kvörtun barst vegna atviksins.

Hins vegar hefur faðir stúlkunnar sem keyrði bílinn verið skikkaður í endurhæfingarmat fyrir að hafa verið í símanum undir stýri, en hann tók atvikið upp. Carrag­her hef­ur beðist af­sök­un­ar á hegðun sinni en hann seg­ist hafa misst stjórn á skapi sínu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert