Eriksen allt í öllu og Tottenham áfram

Christian Eriksen fagnar marki í dag.
Christian Eriksen fagnar marki í dag. AFP

Tottenham fór á afar auðveldan hátt áfram í undanúrslit enska bikarsins í dag eftir 3:0 sigur á Swansea en leikið var í Wales. Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Tottenham var yfir á öllum sviðum með Danann Christian Eriksen í miklu stuði en hann skoraði tvö marka Tottenham í leiknum og átti einnig skot í þverslá.

Eriksen kom liðinu í 1:0 á 11. mínútu er hann fékk að taka skotið rétt utan teigs. Sama var uppi á teningnum er Erik Lamela kom liðinu í 2:0 í blálok fyrri hálfleiks og varnarmenn Swansea ekki að gera markverði sínum, hinum sænska Kristoffer Nordfeldt, neinn greiða.

Eriksen skoraði eina mark síðari hállfeiks á 62. mínútu með skoti rétt við vítateiginn sem lak á endanum í markið, 3:0, eftir undirbúning frá Erik Dier og stoðsendingu frá Loucas Moura.

Í hinum leikjunum í 8-liða úrslitunum mætast Manchester og Brighton kl. 19:45 í kvöld. Á morgun mætir Wigan Southampton kl. 13:30 og Leicester tekur á móti Chelsea kl. 16:30.

Son Heung-Min með boltann gegn Swansea í dag.
Son Heung-Min með boltann gegn Swansea í dag. AFP
Swansea 0:3 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið Tottenham fer örugglega áfram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert