Hörður meiddist líka á hné

Hördur Björgvin Magnusson
Hördur Björgvin Magnusson AFP

Bristol City er á enn fína möguleika á að leika í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1:0-sigur á Ipswich á heimavelli sínum í dag. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City, en fór meiddur af velli á 71. mínútu. Lee Johnsons, knattspyrnustjóri Bristol, sagði eftir leik að Hörður væri meiddur á hné og er óljóst hve alvarleg meiðslin eru.

Bristol er í 7. sæti deildarinnar með 61 stig, einu stigi minna en Middlesbrough, sem er í síðasta umspilssætinu. Jón Daði Böðvarsson og Axel Andrésson léku ekki með Reading í 3:2-tapi gegn Norwich, en þeir eru báðir meiddir. 

Reading er í 19. sæti með 36 stig, þremur stigum meira en Birmingham, sem er í fallsæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert