Fer Salah í þriggja leikja bann? (myndskeið)

Mohamed Salah í leiknum gegn Stoke á laugardaginn.
Mohamed Salah í leiknum gegn Stoke á laugardaginn. AFP

Mohamed Salah gæti misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni verði hann kærður af aganefnd ensku úrvalsdeildarinnar vegna atviks sem átti sér stað í leik Liverpool og Stoke á laugardaginn.

Egyptinn, sem hefur farið á kostum með Liverpool á leiktíðinni, sló hendinni í andlit varnarmannsins Bruno Martins Indi í fyrri hálfleik. Andre Marriner dómari leiksins gerði engar athugasemdir en málið gæti komið inn á borð þriggja manna aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem þyrfti þá að taka afstöðu hvort Salah hefði átt að fá rautt spjald.

Salah er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 31 mark en Harry Kane framherji Tottenham kemur næstur með 26. Liverpool á eftir að spila tvo leiki í deildinni en Tottenham fjóra og tekur á móti Watford í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert