Allardyce rekinn í vikunni

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. AFP

Sam Allardyce verður rekinn úr knattspyrnustjórastóli Everton í vikunni og Marco Silva er líklegur til að taka við. The Guardian greinir frá þessu í kvöld.

Allardyce skrifaði undir 18 mánaða samning við Everton í nóvember og mun félagið því þurfa að reka hann til að ráða nýjan stjóra í hans stað. 

Stuðningsmenn Everton eru ekki sérstaklega sáttir við spilamennsku liðsins undir hans stjórn, þrátt fyrir að hann hafi tekið liðið úr fallbaráttu og í miðja deild. Liðið þykir spila leiðinlegan fótbolta.

Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Everton. Hann spilaði 33 leiki á leiktíðinni og skoraði í þeim sex mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert