Vieira pirraður eftir símtal Arsenal

Patrick Vieira fagnar með Arsene Wenger árið 2014.
Patrick Vieira fagnar með Arsene Wenger árið 2014. AFP

Forráðamenn Arsenal hringdu í Patrick Vieira, fyrrverandi leikmann liðsins, í dag og ræddu við hann um knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Frakkinn var hins vegar allt annað en sáttur við símtalið, sem hann taldi óþarft. Sky Sports greinir frá í dag.

Vieira hefur verið orðaður við starfið eftir að tilkynnt var um brotthvarf Arsene Wenger, en hann er ekki fyrsti kostur hjá Arsenal. Mikel Arteta, einnig fyrrverandi leikmaður Arsenal, er líklegastur til að taka við. 

Vieira er sem stendur stjóri New York City í efstu deild Bandaríkjanna. Ekki hefur verið rætt við Thierry Henry, goðsögn hjá Arsenal, um stjórastöðuna, þótt hann hafi verið orðaður við starfið. 

mbl.is