Mawson á leiðinni til West Ham

Alfie Mawson er að ganga til liðs við West Ham.
Alfie Mawson er að ganga til liðs við West Ham. AFP

Alfie Mawson er á leiðinni til enska knattspyrnufélagsins West Ham en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Félagaskiptin hafa legið í loftinu frá því að tímabilinu á Englandi lauk í síðasta mánuði. Mawson féll úr ensku úrvalsdeildinni með Swansea á nýliðnu tímabili og mun liðið því leika í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

West Ham hefur einnig sýnt því áhuga að fá Łukasz Fabiański, samherja Mawson hjá Swansea, en félaögin hafa ekki komist að samkomulagi um kaupverðið. Manuel Pellegrini tók við stjórnartaumunum hjá West Ham á dögunum og ætlar sér stóra hluti með liðið á næstu leiktíð. Þá er Yaya Touré, fyrrverandi miðjumaður Manchester City, sterklega orðaður við félagið þessa dagana.

mbl.is