Liverpool keypti Alisson fyrir metfé

Alisson við undirskriftina.
Alisson við undirskriftina. Ljósmynd/Heimasíða Liverpool

Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson frá Roma á ítalíu og þar með gert hann að dýrasta markverði heims.

Alisson, 25 ára, varði mark Roma á Ítalíu á síðustu leiktíð og brasilíska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar en hann hefur nú gert langtíma samning við Liverpool um að leika í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta er draumur að rætast,“ sagði Alisson í viðtali á heimasíðu Liverpool við undirskriftina. „Að fá að klæðast treyju félags að þessari stærð sem er vant því að ná árangri og sigra.“

„Þetta er risastórt skref fyrir mig og ég get fullvissað ykkur um að ég mun gefa allt sem ég get fyrir félagið.“

Kaupverðið er talið vera um 70 milljónir evra en þar áður var Gi­anluigi Buffon dýr­asti markmaður sög­unn­ar, Ju­vent­us borgaði Parma 53 millj­ón­ir evra fyr­ir þjón­ustu hans árið 2001. Manchester City borgaði 40 millj­ón­ir evra fyr­ir Eder­son síðasta sum­ar og var hann dýr­asti markmaður Eng­lands þar til í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert