Manchester United byrjar á sigri

Leikmenn Manchester United fagna fyrsta marki leiksins.
Leikmenn Manchester United fagna fyrsta marki leiksins. AFP

Manchester United fór vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og vann 2:1-sigur á Leicester á Old Trafford fyrsta leik tímabilsins í deildinni. 

Paul Pogba skoraði fyrsta markið úr víti strax á þriðju mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks, þrátt fyrir fín færi beggja liða. Luke Shaw bætti við öðru marki á 83. mínútu, en markið er það fyrsta sem hann skorar á atvinnumannaferlinum. 

Jamie Vardy minnkaði muninn í uppbótartíma, en nær komst Leicester ekki og 2:1-sigur United staðreynd. Næsti leikur United er á móti Brighton á útivelli á laugardag eftir viku á meðan Leicester mætir nýliðum Wolves á heimavelli. 

Man. Utd 2:1 Leicester opna loka
90. mín. Leik lokið Flott byrjun hjá Manchester United.
mbl.is