Liverpool fer frábærlega af stað

Leikmenn Liverpool fagna öðru marka Sadio Mané.
Leikmenn Liverpool fagna öðru marka Sadio Mané. AFP

Liverpool vann frábæran 4:0-sigur á lánlausu liði West Ham á Anfield í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Heimamenn hófu leik af miklum krafti og uppskáru verðskuldað mark á 19. mínútu. Það gerði enginn annar en Egyptinn Mohamed Salah sem jafnframt opnaði markareikning sinn á tímabilinu eftir frábæra fyrirgjöf frá Andrew Robertson.

Rétt fyrir hálfleik var staðan 2:0 er Senegalinn Sadio Mané stýrði boltanum í netið af stuttu færi eftir sendingu James Milner. Mané var svo aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði með hnitmiðuðu skoti eftir stungusendingu Robert Firmino. Mané var að vísu í rangstöðu þegar sendingin barst honum en aðstoðardómarinn sá það ekki.

Daniel Sturridge innsiglaði svo stórsigurinn þegar hann skoraði 20 sekúndum eftir að hann kom inn á með sinni fyrstu snertingu, eftir hornspyrnu. Liverpool er því eitt á toppi deildarinnar með bestu markatöluna enn sem komið er.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði markalaust jafntefli gegn Southampton á útivelli. Heimamenn áttu alls 18 marktilraunir og gestirnir 16 en þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að kreista fram sigurmark. Jóhann Berg var tekinn af velli á 87. mínútu.

Staðan
Liverpool - West Ham 4:0
Southampton - Burnley 0:0

Liverpool 4:0 West Ham opna loka
90. mín. Leik lokið Liverpool fer frábærlega af stað og vinnur öruggan sigur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert