Á Liverpool svar við City?

Liverpool byrjaði tímabilið af krafti í ensku úrvalsdeildinni með 4:0 …
Liverpool byrjaði tímabilið af krafti í ensku úrvalsdeildinni með 4:0 sigri á West Ham. AFP

Englandsmeistarar Manchester City unnu sannfærandi 2:0-útisigur á Arsenal í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Leikurinn markaði tímamót í sögu Arsenal, þar sem Spánverjinn Unai Emery stýrði liðinu í fyrsta skipti. Hann tók við af Arsene Wenger, sem stýrði Arsenal í 22 ár. Hann virðist þurfa meiri tíma til að laga það sem illa hefur farið hjá Arsenal á síðustu árum. Manchester City átti ekki í miklum erfiðleikum með að opna vörn Arsenal, sem leit ekki vel út. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, virðist hafa haldið sínum mönnum á tánum, eftir magnaða síðustu leiktíð.

Að margra mati er Liverpool það lið sem City þarf að varast. Félagið virtist hafa gert afar vel á félagaskiptamarkaðinum í sumar og 4:0-stórsigur á heimavelli á móti West Ham er nákvæmlega byrjunin sem Liverpool þurfti á að halda. Mohamed Salah og Sadio Mané halda áfram að hræða varnarmenn Englands og meira að segja Daniel Sturridge skoraði. Naby Keita kemur með meiri stöðuleika á miðjuna og gæti Liverpool verið illviðráðanlegt. Verður þetta þeirra tímabil?

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert