Klopp hrósar Keita í hástert

Naby Keita þótti standa sig mjög vel í frumraun sinni …
Naby Keita þótti standa sig mjög vel í frumraun sinni með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði Naby Keita í hástert fyrir frumraun hans í ensku úrvalsdeildinni í 4:0 sigri Liverpool á West Ham um helgina. 

„Góð frammistaða. Naby Keita er í liðinu vegna þess að hann er mjög góður í fótbolta og hann hefur aðlagast okkur mjög vel. Við höfum svipaðan leikstíl og hann er í svipaðri stöðu og hann var hjá Leipzig, ég er auðvitað mjög ánægður með hann, en við bjuggumst við þessu.“

Keita var mjög nákvæmur í sendingum sínum í leiknum. Hlutfall heppnaðra sendinga var 88% auk þess að búa til eitt færi. 

Liðsfélagi hans Sadio Mane var einnig heillaður af frammistöðu Keita: Ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann spilaði mjög vel. Allir eru ánægður með hvernig hann spilaði fyrir okkur. Byrjunin er aldrei auðveld fyrir nýja leikmenn þegar þeir eru að kynnast liðsfélögum sínum. Hann mun bara bæta sig vegna þess að hann hefur mikla hæfileika.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert