Sarri ekki jafn harður og Conte

Maurizio Sarri í leiknum á móti Huddersfield.
Maurizio Sarri í leiknum á móti Huddersfield. AFP

Knattspyrnustjóri Chelsea, Maurizio Sarri, hefur ákveðið að taka tvær óvinsælar reglur úr gildi hjá félaginu. Þessar reglur voru teknar í gildi þegar Antonio Conte var við stjórnvölinn.

Umræddar reglur snúa að mataræði og að hópurinn ætti að sofa eina nótt á hóteli daginn fyrir heimaleiki. Samkvæmt breska blaðinu The Telegraph voru báðar þessar reglur langt frá því að vera vinsælar meðal leikmanna og áttu sinn þátt í því að Conte var látinn fara.

Chelsea fór vel af stað í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi þegar liðið vann Huddersfield á útivelli 3:0. Næsti leikur verður á heimavelli á móti Arsenal.  

mbl.is