„Hef ekki áhuga á að senda City skilaboð“

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í kvöld.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum sáttur eftir að lærisveinar hans sóttu þrjú stig á Selhurst Park með 2:0-sigri á Crystal Palace í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

„Við getum spilað betri fótbolta en í kvöld er það í fínu lagi,“ sagði Þjóðverjinn geðþekki en heimamenn í Crystal Palace voru síst lakari aðilinn á löngum köflum í leiknum.

Liverpool hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en aðspurður að því hvort liðið hafi verið að senda keppinautum sínum skilaboð fyrir titilbaráttuna sagðist Klopp ekki áhugasamur um slíkt.

„Ég hef ekki áhuga á að senda Manchester City skilaboð eða nokkrum öðrum. Ég vil vinna fótboltaleiki og við gerðum það í kvöld.“

mbl.is