Liverpool á toppinn með naumum sigri

Yves Bissouma og James Milner eigast við í dag.
Yves Bissouma og James Milner eigast við í dag. AFP

Liverpool er komið á toppinn á ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir nauman 1:0-sigur á Brighton á Anfield í dag. Mo Salah skoraði sigurmarkið á 23. mínútu og þrátt fyrir að Liverpool hafi verið sterkari aðilinn, bjargaði Alisson í marki Liverpool glæsilega undir lokin. 

Eftir fjörlegar fyrstu mínútur skoraði Salah eftir sendingu Roberto Firmino. Fast skot hans endaði þá með marki, þrátt fyrir að góður markmaður Brighton í leiknum, Matt Ryan, hafi verið með hendur í knettinum. 

Ekkert var meira skorað í fyrri hálfleik, þrátt fyrir fína spilamennsku hjá Liverpool. Eftir því sem leið á síðari hálfleikinn komst Brighton meira inn í leikinn og varði Alisson ágætan skalla frá Pascal Groß af stuttu færi með tilþrifum í lokin og Liverpool tók stigin þrjú og toppsætið. 

Liverpool 1:0 Brighton opna loka
90. mín. Shane Duffy (Brighton) á skalla sem fer framhjá Í mjög erfiðu færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka