Robertson skipaður fyrirliði Skota

Andrew Robertson.
Andrew Robertson. AFP

Andrew Robertson bakvörður Liverpool hefur verið skipaður nýr fyrirliði skoska landsliðsins í knattspyrnu.

Robertson er 24 ára gamall og sló rækilega í gegn með Liverpool á síðustu leiktíð en vinstri bakvörðurinn var einn af betri leikmönnum Liverpoolliðsins.

Robertson hefur spilað 22 leiki með skoska landsliðinu og í þeim skorað tvö mörk. Hann tekur við fyrirliðabandinu af Scott Brown sem fyrr á þessu ári tilkynnti að hann væri hættur að leika með landsliðinu.

Skotar mæta Belgum í vináttuleik á föstudaginn og mæta síðan Albönnum í Þjóðadeild UEFA á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert