Touré kominn til Grikklands

Yaya Touré.
Yaya Touré. AFP

Yaya Touré, fyrrverandi leikmaður Manchester City og Barcelona, er genginn í raðir gríska liðsins Olympiacos.

Touré er ekki alveg ókunnugur Olympiacos en hann lék með liðinu tímabilið 2005-06 og skoraði þrjú mörk í 20 leikjum með því.

Frá Olympiacos fór Touré til Monaco og þaðan til Barcelona en frá árinu 2010 hefur Fílabeinsstrendingurinn spilað með liði Manchester City og orðið Englandsmeistari með því þrisvar á síðustu sjö árum. Touré lék 230 leiki með Manchesterliðinu og skoraði í þeim 59 mörk.

mbl.is