Lloris missir ökuréttindi - Ældi af áfengisdrykkju

Hugo Lloris á leið fyrir dómara í London í dag.
Hugo Lloris á leið fyrir dómara í London í dag. AFP

Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði heimsmeistara Frakka og Tottenham, hlaut í dag dóm fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis miðsvæðis í London aðfaranótt föstudagsins 24. ágúst.

Samkvæmt frétt Evening Standard sást til Lloris aka Porche-bifreið sinni yfir götu á rauðu ljósi og fara nærri því að aka utan í kyrrstæða bíla áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Þurfti lögreglan að hjálpa honum út úr bílnum og var hann valtur á fótunum, óskýr í tali auk þess sem æla var á gólfinu í bílnum. Áfengismagn í blóði hans mældist tvöfalt meira en leyfilegt er.

Lloris játaði sök fyrir rétti í London í dag og kvaðst hafa gert „hræðileg mistök“. Hann var dæmdur til að greiða 50.000 punda sekt, jafnvirði 7,4 milljóna króna, og missir ökuréttindi sín næstu 20 mánuðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert