Allir bestu með Liverpool á Wembley

Roberto Firmino, einn af lykilmönnum Liverpool.
Roberto Firmino, einn af lykilmönnum Liverpool. AFP

Það stefnir í að Liverpool tefli fram sínu sterkasta liðið þegar það sækir Tottenham heim á Wembley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í hádeginu á laugardaginn.

Liverpool sendi einkaþotu til Bandaríkjanna til að ná í Brassanna Roberto Firmino, Alisson og  Fabinho þar sem þeir voru í verkefni með brasilíska landsliðinu og voru þeir mættir á æfingu með Liverpool-liðinu í dag.

Ekki er sömu sögu að segja af Tottenham því liðið verður án tveggja lykilmanna en markvörðurinn Hugo Lloris og sóknarmaðurinn Dele Alli eru báðir meiddir og verða ekki með.

Liverpool hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og trónir á toppnum og binda stuðningsmenn liðsins miklar vonir við að liðið vinni titilinn í ár en Liverpool varð síðast Englandsmeistari árið 1990.

mbl.is