Sterkur sigur Liverpool á Wembley

Leikmenn Liverpool fagna fyrsta marki leiksins.
Leikmenn Liverpool fagna fyrsta marki leiksins. AFP

Liverpool er enn með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Tottenham í stórleik á Wembley í hádeginu. Liverpool hefur því unnið fimm fyrstu leiki sína en Tottenham tapað tveimur í röð. 

Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Michel Vorm í marki Tottenham var í boltanum, en hann fór rétt yfir línuna og var staðan 1:0, Liverpool í vil í hálfleik. 

Roberto Firmino tvöfaldaði forskot Liverpool á 54. mínútu er hann potaði boltanum inn af stuttu færi eftir undirbúning Sadio Mané. Þrátt fyrir fín færi hjá Liverpool tókst toppliðinu ekki að bæta við. Érik Lamela minnkaði muninn í uppbótartíma, en Liverpool hélt út og vann enn og aftur. 

Chelsea og Watford geta jafnað Liverpool á stigum með sigrum síðar í dag, en Tottenham er sem stendur í í fimmta sæti með níu stig. 

Tottenham 1:2 Liverpool opna loka
90. mín. Trent Alexander-Arnold (Liverpool) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert