Sumir líta ekki út fyrir að hafa verið að tapa

José Mourinho á blaðamannafundinum í gær.
José Mourinho á blaðamannafundinum í gær. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ljóst að sumir leikmanna sinna taki það meira nærri sér en aðrir hvernig liðinu hafi gengið að undanförnu.

United tapaði fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina og gerði þar áður jafntefli við Wolves, en í millitíðinni féll liðið úr leik í deildabikarnum með tapi gegn 1. deildarliði Derby.

Mourinho svaraði neitandi aðspurður hvort hann teldi starf sitt í hættu ef gengi United héldi áfram svona, er hann ræddi við blaðamenn fyrir leik United við Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Leikmennirnir eru allir ólíkir. Ég sé ólíka hegðun en það sem þið sjáið er ekki alveg það sem býr að baki. Ég sé fólk sem er vonsvikið, og sumt fólk sem lítur ekki út fyrir að hafa verið að tapa leik,“ sagði Mourinho en tiltók ekki nánar um hverja hann væri að ræða.

„Það eina sem ég get gert er að bæta það sem ég geri, og ég mun bæta það sem snýr að mér,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert