„Ég er mjög stoltur“

José Mourinho og Luke Shaw eftir undirskriftina.
José Mourinho og Luke Shaw eftir undirskriftina. Ljósmynd/Manchester United

Manchester United hefur staðfest fréttir enska fjölmiðla frá því í morgun þess efnis að bakvörðurinn Luke Shaw hafi skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið.

„Ég er mjög stoltur að skrifa undir nýjan samning og að halda áfram dvöl minni hjá þessu frábæra félagi. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa staðið með mér og sýnt mér mikinn stuðning, stjóranum, liðsfélögum mínum og stuðningsmönnunum,“ segir Shaw í viðtali á heimasíðu Manchester United.

„Ég vil láta alla vita að ég mun gefa allt sem ég þarf að greiða þeim til baka og skila góðum árangri á næstu árum. Ég er enn mjög ungur og á enn eftir að læra og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að bæta mig undir stjórn José Mourinho.“

mbl.is