Ætlar að snúa aftur á þessu tímabili

Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain. AFP

Enski knatt­spyrnumaður­inn Alex Oxla­de-Cham­berlain ætlar að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn á þessu tímabili en hann er í strangri endurhæfingu vegna alvarlegra meiðsla á hné sem hann varð fyrir í vor.

Oxlade-Chamberlain varð fyrir meiðslunum í leik Liverpool og Roma í Meistaradeild Evrópu í apríl á þessu ár og var talið að hann myndi ekkert taka þátt í leikjum Liverpool á þessari leiktíð. „Kom­andi keppn­is­tíma­bil hjá Ox mun snú­ast um bata og end­ur­hæf­ingu. En við höf­um vitað þetta meira og minna frá því dag­inn eft­ir að hann meidd­ist," sagði Jür­gen Klopp, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool, í byrjun tímabilsins.

Miðjumaðurinn ætlar sér þó að snúa aftur áður en tímabilið er úti, í maí á næsta ári. „Ég vil spila nokkra leiki á þessu tímabili, þó ekki sé nema bara til að sanna fyrir sjálfum mér að ég geti það. Þá gæti ég átt gott undirbúningstímabil og byrjað ferskur haustið eftir það,“ sagði hann í myndbandi sem Liverpool gaf út þar sem erfið endurhæfing kappans er meðal annars sýnd.

Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain. AFP
mbl.is