Nú snýst dæmið við - Leikur Liverpool ekki í beinni

José Mourinho og Jürgen Klopp.
José Mourinho og Jürgen Klopp. AFP

Eftir enn eitt landsleikjahléið verður þráðurinn tekinn upp í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um næstu helgi og gleður það eflaust marga knattspyrnuáhugamenn.

Á laugardaginn spila Manchester United og Liverpool á sama tíma. Manchester United tekur á móti Crystal Palace klukkan 15 á laugardaginn og á sama tíma eigast við Watford og Liverpool.

Í samningi Stöð 2 Sport við rétthafa á Bretlandi er aðeins heimilt að sýna einn leik af þeim leikjum sem hefjast klukkan 15 og verður leikur Manchester United og Crystal Palace í beinni útsendingu.

22. september spiluðu Manchester United og Liverpool leiki sína á sama tíma og þá var leikur Liverpool og Southampton sýndur í beinni útsendingu. Stöð 2 Sport birti á Facebook-síðu sinni degi fyrir leikinn skýringu á því hvers vegna leik­ur Manchester United og Wol­ves var ekki sýndur og lét þess getið að Manchester United og Liverpool myndu spila aftur á sama tíma í 13. umferðinni og þá yrði Liverpool-leikurinn ekki sýndur í beinni útsendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert