Besta byrjun í sögu Liverpool

Leikmenn Liverpool fagna marki á leiktíðinni.
Leikmenn Liverpool fagna marki á leiktíðinni. AFP

Liverpool getur skotist á topp ensku úrvalsdeildarinnar, alla vega um stundarsakir, ef liðinu tekst að vinna Bournemouth á útvelli í hádeginu á laugardaginn.

Manchester City, sem er með tveggja stiga forskot á Liverpool í toppsætinu, spilar á útivelli við Chelsea síðdegis á laugardaginn. City og Liverpool eru einu ósigruðu liðin þegar 15 umferðum er lokið.

Byrjun Liverpool á tímabilinu er sú besta hjá Liverpool í deildinni í 126 ára sögu félagsins en Liverpool hefur unnið 12 af 15 leikjum sínum, gert þrjú jafntefli og er með 39 stig.

Liverpool hefur aðeins fengið á sig 6 mörk í þessum 15 leikjum og það er metjöfnun í efstu deild eftir 15 leiki en Manchester United náði sama áfrangri 1985-86, Arsenal 1990-91 og Chelsea 2004-05 og 2008-09.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert