Einkunnir Gylfa og Jóhanns Bergs

Gylfi í baráttu við Mohamed Diame á Goodison Park í ...
Gylfi í baráttu við Mohamed Diame á Goodison Park í gærkvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í eldlínunni með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Everton gerði 1:1 jafntefli við Newcastle á heimavelli þar sem Everton fór illa með nokkur góð færi, til að mynda Gylfi Þór. Hann var tekinn af velli á 70. mínútu leiksins. Gylfi fékk 6 í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá Sky Sports og 5 hjá Liverpool Echo, staðarblaðinu í Liverpool.

Jóhann Berg lék allan tímann í enn einu tapinu hjá Burnley en liðið lá á heimavelli fyrir Liverpool 3:1. Jóhann Berg fékk 5 í einkunn hjá Sky Sports og 6 hjá enska blaðinu Mirror.

mbl.is