Everton staðfestir ráðningu Grétars Rafns

Grétar Rafn Steinsson
Grétar Rafn Steinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Enska úrvalsdeildarliðið Everton staðfestir á vef sínum í dag að Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson hafi verið ráðinn „yfirnjósnari“ félagsins utan Bretlandseyja.

Grétar Rafn kemur til starfa hjá Everton frá enska C-deildarliðinu Fleetwood Town en þar hefur hann gengt starfi yfirmanns knattspyrnumála undanfarin fjögur ár. Grétar spilaði í fjögur og hálft ár með Bolton í ensku úrvalsdeildinni, alls 126 leiki.

Grétar Rafn mun starfa náðið með Marcel Brands yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton og Martyn Glover sem „yfirnjósnari“ félagsins á Bretlandseyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert