Það vilja allir vinna okkur

Pep Guardiola horfir á sína menn í dag.
Pep Guardiola horfir á sína menn í dag. AFP

„Þeir fóru mikið upp vinstra megin og við réðum illa við það. Við höfum hins vegar spilað verr og unnið leiki," sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City eftir 2:0-tap fyrir Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

„Við vorum ótrúlega góðir í fyrri hálfleik. Þeir fengu eiginlega engin færi en skoruðu samt. Við vorum í þessum leik allt til loka. Við vorum virkilega góðir í 85 mínútur. Við viljum verða meistarar, en það vilja allir vinna okkur," sagði Spánverjinn við BT Sports. 

Eins og gefur að skilja var Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, mjög sáttur við sigur sinna manna. 

„Ég er mjög ánægður með sigurinn því það er ekki auðvelt að vinna Manchester City og Pep Guardiola. Ég er ánægður með hversu sterk andlega hliðin var í dag. Við erum mjög sterkt lið þegar andlega hliðin er í lagi."

„Leikmennirnir mínir verða að halda áfram að spila svona. Sigurinn var verðskuldaður," sagði ítalski stjórinn við sama miðil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert