Tottenham aftur upp í þriðja sæti

Son Heung-Min skorar fyrsta mark leiksins.
Son Heung-Min skorar fyrsta mark leiksins. AFP

Tottenham er komið upp í þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á nýjan leik eftir sanngjarnan 2:0-útisigur á Leicester í síðasta leik dagsins í deildinni.  

Illa gekk hjá Tottenham að skapa opin færi í fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það var staðan 1:0 í leikhléi. Suður-Kóreumaðurinn Heuing-Min Son skoraði markið með glæsilegu skoti utan teigs.

Tottenham var örlítið betra aðilinn í seinni hálfleik og bætti Dele Alli við marki á 58. mínútu með skalla af stuttu færi eftir sendingu Son. Fleiri urðu mörkin ekki og þrjú stig í hús hjá Tottenham. 

Tottenham er með 36 stig í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Leicester er í níunda sæti með 22 stig. 

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Leicester 0:2 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið Tottenham fer aftur upp í þriðja sætið með sanngjörnum sigri.
mbl.is