Mourinho gerir átta breytingar

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, gerir átta breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Valencia í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Paul Pogba er meðal þeirra leikmanna sem byrjar inni á í liði United, sem er komið áfram en vinni liðið í kvöld og Juventus nær ekki að vinna Young Boys vinnur United riðilinn. Aðeins Phil Jones, Juan Mata og Romelu Lukaku halda sætum sínum frá sigurleiknum á móti Fulham um síðustu helgi.

Byrjunarlið United: Iker Romero, Antonio Valencia, Phil Jones, Eril Bailly, Marcos Rojo, Fred, Fellaini, Paul Pogba, Juan Mata, Romelu Lukaku, Andreas Pereira.

Manchester City tekur á móti Hoffenheim og dugar jafntefli til að tryggja sér sigur í riðlinum eða ef Lyon tekst ekki að vinna Shakhtar Donetsk.

Byrjunarlið Manchester City: Ederson, Laporte, Stones, Otamendi, Zinchenko, Gundogan, Foden, Sane, Bernardo, Sterling, Jesus

mbl.is