Son Heung-min skoraði mark mánaðarins

Harry Kane og Son Heung-Min fagna marki.
Harry Kane og Son Heung-Min fagna marki. AFP

Son Heung-min hjá Tottenham hefur verið heiðraður fyrir markið sem hann skoraði fyrir Spurs gegn Chelsea í nóvember. 

Markið var valið mark mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. 

„Þetta er eitt af bestu mörkum sem ég hef skorað vegna þess að þetta var grannaslagur hjá Lundúnaliðum og þarf af leiðandi stórleikur,“ sagði Suður-Kóreumaðurinn við þetta tilefni. 

mbl.is