Pogba verður með – Óttast Kane

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti við fréttamenn í kvöld að Paul Pogba verði í klár í slaginn þegar United mætir Tottenham á Wembley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Solskjær ræddi við fréttamenn eftir komu Manchester-liðsins frá Dubai í kvöld en þar hefur liðið undirbúið sig í vikunni fyrir leikinn gegn Tottenham. Solskjær, sem hefur unnið alla fimm leiki sína frá því hann tók við liðinu af José Mourinho, óttast Harry Kane í leiknum á sunnudaginn.

„Hann er magnaður markaskorari og er einn sá besti í heimi. Honum bregst nánast aldrei bogalistin og við verðum að gæta þess að hann fái engin færi gegn okkur,“ sagði Solskjær.

„Tottenham-liðið hefur verið frábært og það er alveg ljóst að við þurfum að spila okkar besta leik til að ná góðum úrslitum,“ sagði Norðmaðurinn sem hefur sagt að leikurinn á móti Tottenham verði hans fyrsta alvörupróf með lið sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert