Náðu nýjum lægðum á tímabilinu

Willy Boly fær rautt spjald gegn Manchester City í kvöld.
Willy Boly fær rautt spjald gegn Manchester City í kvöld. AFP

Óhætt er að segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá liði Wolves og leikmönnum þess í 3:0 tapi fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Í stöðunni 1:0 fékk Willy Boly í liði Wolves að líta beint rautt spjald fyrir brot á Bernardo Silva. Annað mark City skoraði Gabriel Jesus úr vítaspyrnu og þriðja markið var sjálfsmark Conor Coady. Þessi dæmi sýna að liðið átti sannarlega erfitt uppdráttar.

Þessar hrakfarir Wolves eru raunar nýjar lægðir í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ekkert lið hefur áður fengið rautt spjald, skorað sjálfsmark og fengið á sig vítaspyrnu í einum og sama leiknum þennan veturinn og er sannarlega ekki eftirsóknarvert að ná þeim áfanga.

mbl.is