Liverpool vann ótrúlegan markaleik

Mo Salah skoraði tvö mörk.
Mo Salah skoraði tvö mörk. AFP

Liverpool náði aftur sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 4:3-sigri á Crystal Palace á Anfield í dag. Auk þess sem leikurinn bauð upp á sjö mörk, fékk James Milner hjá Liverpool rautt spjald undir lokin. 

Andros Townsend kom Crystal Palace óvænt yfir á 34. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Mo Salah og Roberto Firmino skoruðu hins vegar báðir snemma í seinni hálfleik og komu Liverpool í 2:1-forystu. 

Palace gafst ekki upp því james Tomkins jafnaði metin á 65. mínútu en Liverpool komst aftur yfir tíu mínútum seinna er Mo Salah skoraði sitt annað mark. Sadio Mané bætti svo við fjórða marki Liverpool í uppbótartíma, stuttu áður en James Milner fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. 

Max Mayer minnkaði muninn fyrir Palace í blálokin en Liverpool fékk stigin þrjú. Manchester City getur minnkaði muninn aftur í fjögur stig með sigri á Huddersfield á morgun. Crystal Palace er í 14. sæti með 22 stig. 

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff fengu skell á móti Newcastle á útivelli og töpuðu 3:0. Aron Einar var allan tímann á varamannabekk Cardiff, sem fór niður fyrir Newcastle og í fallsæti með tapinu. 

Bournemouth vann 2:0-heimasigur á West Ham og Watford og Burnley skildu jöfn, 0:0. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sökum meiðsla. 

Liverpool 4:3 Crystal Palace opna loka
90. mín. Fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is