Hægri hönd Klopp laus frá Liverpool

Zeljko Buvac og Jürgen Klopp.
Zeljko Buvac og Jürgen Klopp. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur tilkynnt að Zelijko Buvac, sem hefur verið hægri hönd stjórans Jürgen Klopp, sé endanlega farinn frá félaginu. Sky greinir frá.

Buvac hef­ur verið aðstoðarmaður Jür­gens Klopp síðustu 17 árin hjá Mainz, Dort­mund og Li­verpool. Orðróm­ur hef­ur verið uppi að kast­ast hafi í kekki á milli þeirra, en Buvac fór óvænt í frí síðastliðið vor, rétt áður en Liverpool mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann var hins vegar enn starfsmaður félagsins.

Nú hefur Liverpool hins vegar gefið það út að Bovac sé laus allra mála hjá félaginu, en Klopp fékk Pep Ljinders aftur til félagsins sem aðstoðarmann sinn í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert