Man. City jafnaði 39 ára met Liverpool

Manchester City fagnar einu af níu mörkum sínum gegn Burton.
Manchester City fagnar einu af níu mörkum sínum gegn Burton. AFP

Englandsmeistarar Manchester City hafa raðað inn mörkum á þessu tímabili og í gær jafnaði liðið tæplega 40 ára gamalt met.

City hefur skorað 22 í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. Lið í efstu deild Englands hefur ekki afrekað það síðan Liverpool árið 1980, sem þá skoraði einnig 22 mörk í fjórum leikjum.

Leikirnir sem um ræðir hjá City eru meðal annars tveir bikarleikir sem unnust stórt. City vann Rotherham 7:0 og Burton 9:0. Síðan vann liðið 3:0-sigur á Wolves og 3:0 gegn Huddersfield.

mbl.is