Wijnaldum spilaði þrátt fyrir niðurgang

Wijnaldum fagnar marki sínu um helgina.
Wijnaldum fagnar marki sínu um helgina. AFP

Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, mátti ekki gista á sama hóteli og liðsfélagar hans fyrir leikinn við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Wijnaldum hefur verið að glíma við veikindi og var óttast að hann myndi smita aðra leikmenn. 

Wijnaldum var rúmfastur tveimur dögum fyrir leik. Hann fékk lyf við verkjum í hné og lyfin fóru illa í Hollendinginn. Þrátt fyrir það var hann í byrjunarliði Liverpool í leiknum og skoraði fallegt mark í fyrri hálfleik.

„Ég fékk lyf frá læknum félagsins vegna hnémeiðsla. Ég vissi að það væri möguleiki á að ég fengi illt í magann af þeim. Ég endaði á að gubba og gat ekki æft á föstudaginn og svaf ekki á liðshótelinu. 

Ég fékk svo símtal frá stjóranum og hann spurði hvort ég gæti spilað. Ég sagði honum að ég myndi reyna. Ég var enn slappur á leikdegi og var með niðurgang. Ég fékk lyf við því sem hjálpuðu mikið. Ég þurfti hins vegar að hlaupa inn í hálfleik til að komast á klósettið,“ sagði Wijnaldum hlæjandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert