Myndi United sakna Pogba og Rashford?

Leikmenn Paris SG á æfingu á Old Trafford í gær.
Leikmenn Paris SG á æfingu á Old Trafford í gær. AFP

Mikil eftirvænting ríkir fyrir viðureign Manchester United og frönsku meistaranna í Paris SG en liðin eigast við í fyrri viðureigninni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld.

Thomas Tuchel þjálfari Paris segir að hans menn geti ekki mætt Manchester United á verri tíma þar sem tveir af bestu leikmönnum liðsins eru fjarverandi vegna meiðsla, Brasilíumaðurinn Neymar og Úrúgvæinn Edison Cavani.

„Myndi Manchester United sakna Paul Pogba og Marcus Rashford? Auðvitað myndi liðið gera það. Neymar er einn besti leikmaður Evrópu og við getum ekki fyllt skarð hans og svo höfum við misst annan lykilmann sem er Edison Cavani,“ sagði Tuchel á fréttamannafundi í gær.

„Lið Manchester United spilar af miklu sjálfsöryggi núna. Það skorar mörg mörk, nær forystu snemma í leikjum sínum og er á mikilli siglingu. Að spila við Manchester United núna á Old Trafford er erfiðasta áskorun sem þú getur fengið,“ sagði Tuchel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert