Ísak skrifaði undir atvinnumannasamning

Ísak Snær, þriðji frá vinstri.
Ísak Snær, þriðji frá vinstri. Ljósmynd/Canaries.co.uk

Ísak Snær Þorvaldsson, 17 ára knattspyrnumaður, skrifaði í dag undir atvinnumannasamning við Norwich City, sem leikur í ensku B-deildinni. 

Miðjumaðurinn er uppalinn hjá Aftureldingu og hefur spilað með U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands og verið fyrirliði hjá U17 og U18. 

Um er að ræða fyrsta atvinnusamning Ísaks, en hann gekk í raðir Norwich sumarið 2017. Hann hefur spilað átta leiki fyrir U18 og sjö leiki fyrir U23 lið Norwich á leiktíðinni og skorað tvö mörk, eitt fyrir hvort lið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert