Heiðra minningu Banks með fallegum hætti

Aðdáendur hafa keppst um að heiðra minningu Gordon Banks en …
Aðdáendur hafa keppst um að heiðra minningu Gordon Banks en þessi stytta af honum er fyrir utan heimavöll Stoke City. AFP

Jack Butland, markvörður Stoke City, mun klæðast sérstakri grænni treyju í leiknum gegn Aston Villa á morgun til þess að heiðra minningu markvarðarins Gordon Banks sem lést í þessum mánuði, 81 árs að aldri.

Treyjan sem Butland klæðist er eins og sú sem Banks klæddist þegar hann varði mark liðsins í úrslitaleik deildabikarsins árið 1972, þar sem Stoke vann Chelsea og tryggði sér sinn fyrsta og stærsta titil í sögu félagsins. Treyjan er ekki með neinum merkjum á, engum auglýsingum og engu nafni á bakinu, öfugt við það sem venjan er á fótboltatreyjum í dag. 

Fyrir leikinn á morgun verður jafnframt mínútu þögn til þess að heiðra minningu Banks og ættingjar hans verða á meðal áhorfenda auk liðsfélaga úr sigrinum eftirminnilega á Chelsea. 

Banks lék á sínum tíma 73 landsleiki fyrir England og var lykilmaður í því að tryggja liðinu heimsmeistaratitil árið 1966, þann eina sem Englendingar hafa unnið. Hann lék með Stoke í sex ár frá árinu 1967.

Gordon Banks var meðal þeirra sem báru ólympíukyndilinn þegar Ólympíuleikarnir …
Gordon Banks var meðal þeirra sem báru ólympíukyndilinn þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í London árið 2012. AFP
Gordon Banks er hér lengst til vinstri á mynd að …
Gordon Banks er hér lengst til vinstri á mynd að fagna heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu árið 1966. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert