Stjóri Arons bálreiður

Neil Warnock var allt annað en sáttur við dómarann.
Neil Warnock var allt annað en sáttur við dómarann. AFP

„Þeir fóru illa með okkur að lokum og þetta mun líta illa út í blaðinu á morgun," sagði svekktur Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff eftir 5:1-tap fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Warnock var afar ósáttur við Simon Hooper, dómara leiksins, þar sem Cardiff fékk ekki vítaspyrnu í fyrri hálfleik. 

„Ég hef aldrei séð leikmennina mína svona í hálfleik. Allir voru að tala um vítið sem við fengum ekki. Það skilur enginn af hverju hann dæmdi ekki. Þetta var rosalega augljóst og svona atvik breyta leiknum.

Þetta atvik afsakar samt ekki að við fengum fimm mörk á okkur en svona breytir leikjum. Dómarinn var í góðri stöðu og ég skil þetta ekki. Ef þú getur ekki tekið svona ákvarðanir áttu ekki að dæma," sagði Warnock. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert