Fyrirliðinn ekki með á sunnudaginn

Jordan Henderson fær aðhlynningu í leiknum við Bayern München í ...
Jordan Henderson fær aðhlynningu í leiknum við Bayern München í fyrrakvöld. Hann fór af velli í kjölfarið. AFP

Jordan Henderson fyrirliði Liverpool verður ekki með liðinu þegar það sækir heim Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Henderson meiddist á ökkla á upphafsmínútum leiks Liverpool gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið og hefur ekki náð að jafna sig.

Liverpool fær tækifæri til að komast á ný á topp ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn þar sem Manchester City spilar ekki í deildinni um helgina vegna bikarleiks.

mbl.is