„Þurfum að vinna rest“

Jürgen Klopp var í skýjunum með sigur sinna manna gegn …
Jürgen Klopp var í skýjunum með sigur sinna manna gegn Chelsea í dag. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum sáttur með 2:0-sigur sinna manna gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir Sadio Mané og Mohamed Salah sem skoruðu mörk Liverpool sem endurheimti toppsæti deildarinnar af Manchester City með sigrinum.

„Þetta var frábær leikur en jafnframt erfiður gegn mjög sterku liði Chelsea. Mér fannst við stjórna leiknum, nánast allan tímann, og við sköpuðum færi, skutum á markið, hreyfðum okkur vel og vörðumst frábærlega. Salah skoraði ótrúlegt mark og það hjálpaði okkur að landa sigrinum.“

„Við erum á góðu skriði en við þurfum að vinna rest, svo einfalt er það, ef við ætlum okkur að gera atlögu að titlinum. Við berum mikla virðingu fyrir öllum okkar andstæðingum og það verður erfitt að mæta Cardiff í næsta leik sem er að berjast fyrir lífi sínu. Sigurinn í dag var gríðarlega mikilvægur og skref í rétta átt,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert